Stytt þingskjöl 116. þings, 1992–1993

Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.

Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.

Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.

Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð. 

  • Þingskjal 168 [147. mál] þingmannafrumvarp — Málefni aldraðra.
  • Þingskjal 179 [157. mál] þingmannafrumvarp — Orka fallvatna.
  • Þingskjal 199 [173. mál] þingmannatillaga — Atvinnuþróun í Mývatnssveit.
  • Þingskjal 258 [216. mál] þingmannatillaga — Tvöföldun Reykjanesbrautar.
  • Þingskjal 285 [228. mál] stjórnartillaga — Fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins.
  • Þingskjal 321 [247. mál] stjórnartillaga — Samningur um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Islands, Jan Mayen og Grænlands.
  • Þingskjal 368 [272. mál] þingmannatillaga — Afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum.
  • Þingskjal 370 [274. mál] stjórnartillaga — Montreal-bókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.
  • Þingskjal 411 [1. mál] nefndarálit — Evrópskt efnahagssvæði.
  • Þingskjal 465 [96. mál] stöðuskjal Fjárlög — 1993.
  • Þingskjal 495 [286. mál] nefndarálit — Skattamál.
  • Þingskjal 507 [140. mál] stöðuskjal Fjáraukalög — 1992.
  • Þingskjal 520 [96. mál] framhaldsnefndarálit — Fjárlög — 1993.
  • Þingskjal 530 [140. mál] lög — Fjáraukalög — 1992.
  • Þingskjal 546 [96. mál] lög — Fjárlög — 1993.
  • Þingskjal 547 [285. mál] nefndarálit — Almannatryggingar.
  • Þingskjal 550 [280. mál] svar — Rafmagnseftirlit ríkisins.
  • Þingskjal 555 [286. mál] framhaldsnefndarálit — Skattamál.
  • Þingskjal 590 [145. mál] framhaldsnefndarálit — Lánsfjárlög — 1993 o.fl.
  • Þingskjal 597 [296. mál] nefndarálit — Grunnskóli.
  • Þingskjal 600 [329. mál] þingmannatillaga — Smábátaveiðar.
  • Þingskjal 633 [354. mál] stjórnartillaga — Fullgilding samnings um fríverslun milli Íslands og Færeyja.
  • Þingskjal 658 [374. mál] stjórnarfrumvarp — Samfélagsþjónusta.
  • Þingskjal 670 [377. mál] skýrsla — Norrænt samstarf 1992 til 1993.
  • Þingskjal 671 [378. mál] skýrsla — Vestnorræna þingmannaráðið 1992.
  • Þingskjal 701 [407. mál] skýrsla — Norræna ráðherranefndin 1992–93.
  • Þingskjal 728 [428. mál] þingmannafrumvarp — Réttindi þeirra sem ekki hafa atvinnu.
  • Þingskjal 773 [447. mál] stjórnarfrumvarp — Alferðir.
  • Þingskjal 776 [450. mál] stjórnarfrumvarp — Alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma.
  • Þingskjal 789 [115. mál] nefndarálit — Síldarverksmiðjur ríkisins.
  • Þingskjal 794 [458. mál] þingmannatillaga — Staða brotaþola við meðferð kynferðisbrotamála.
  • Þingskjal 833 [485. mál] þingmannafrumvarp — Fjáröflun til varna gegn ofanflóðum.
  • Þingskjal 865 [512. mál] þingmannafrumvarp — Búfjárhald.
  • Þingskjal 877 [519. mál] þingmannatillaga — Ár aldraðra.
  • Þingskjal 882 [524. mál] þingmannafrumvarp — Ferðaþjónusta.
  • Þingskjal 883 [525. mál] þingmannatillaga — Ferðamálastefna.
  • Þingskjal 933 [566. mál] stjórnartillaga — Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels.
  • Þingskjal 934 [567. mál] stjórnartillaga — Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Póllands.
  • Þingskjal 1160 [591. mál] stjórnarfrumvarp — Mannréttindasáttmáli Evrópu.
  • Þingskjal 1240 [486. mál] nefndarálit — Ríkisreikningur 1991.