Stytt þingskjöl 120. þings, 1995–1996
Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.
Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.
Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.
SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 120. löggjafarþingi 1995–96.
- Þingskjal 11 [11. mál] þingmannafrumvarp. Orka fallvatna.
- Þingskjal 12 [12. mál] þingmannafrumvarp. Jarðhitaréttindi.
- Þingskjal 16 [16. mál] þingmannatillaga. Opinber fjölskyldustefna.
- Þingskjal 30 [30. mál] þingmannatillaga. Veiðileyfagjald.
- Þingskjal 32 [32. mál] þingmannatillaga. Endurskoðun viðskiptabanns á Írak.
- Þingskjal 66 [66. mál] þingmannatillaga. Græn ferðamennska.
- Þingskjal 91 [89. mál] þingmannatillaga. Notkun steinsteypu til slitlagsgerðar.
- Þingskjal 95 [93. mál] þingmannafrumvarp. Landgræðsla.
- Þingskjal 97 [95. mál] þingmannafrumvarp. Náttúruvernd.
- Þingskjal 240 [192. mál] stjórnartillaga. Fríverslunarsamningur Íslands og Litáens.
- Þingskjal 241 [193. mál] stjórnartillaga. Fríverslunarsamningur Íslands og Lettlands.
- Þingskjal 371 [249. mál] stjórnarfrumvarp. Umgengni um auðlindir sjávar.
- Þingskjal 433 [256. mál] þingmannatillaga. Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Litáens.
- Þingskjal 434 [257. mál] þingmannatillaga. Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Lettlands.
- Þingskjal 435 [258. mál] þingmannatillaga. Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Eistlands.
- Þingskjal 443 [225. mál] nefndarálit. Ráðstafanir í ríkisfjármálum.
- Þingskjal 488 [1. mál] framhaldsnefndarálit. Fjárlög 1996.
- Þingskjal 525 [286. mál] stjórnartillaga. Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Slóveníu.
- Þingskjal 570 [323. mál] stjórnarfrumvarp. Réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla.
- Þingskjal 728 [410. mál] þingmannafrumvarp. Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum.
- Þingskjal 793 [459. mál] þingmannafrumvarp. Lágmarkslaun, hámarkslaun og atvinnuleysisbætur.
- Þingskjal 803 [468. mál] þingmannatillaga. Endurskoðun á launakerfi ríkisins.
- Þingskjal 806 [471. mál] stjórnartillaga. Evrópusamningur um forsjá barna.
- Þingskjal 811 [475. mál] stjórnartillaga. Fullgilding samnings gegn pyndingum.
- Þingskjal 1072 [372. mál] framhaldsnefndarálit. Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
- Þingskjal 1128 [437. mál] nefndarálit. Stjórn fiskveiða.