Stytt þingskjöl 123. þings, 1998–1999
Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.
Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.
Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.
Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð.
SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 123. löggjafarþingi 1998–99.
- Þingskjal 3 [3. mál] stjórnarfrumvarp. Fjáraukalög 1997.
- Þingskjal 13 [13. mál] þingmannafrumvarp. Gæludýrahald.
- Þingskjal 14 [14. mál] þingmannatillaga. Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar.
- Þingskjal 19 [19. mál] þingmannafrumvarp. Almannatryggingar.
- Þingskjal 20 [20. mál] þingmannatillaga. Endurskoðun reglna um sjúklingatryggingu.
- Þingskjal 44 [44. mál] þingmannafrumvarp. Afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum.
- Þingskjal 61 [61. mál] þingmannafrumvarp. Húsnæðissparnaðarreikningar.
- Þingskjal 65 [65. mál] þingmannatillaga. Úttekt á hávaða- og hljóðmengun.
- Þingskjal 75 [75. mál] þingmannatillaga. Aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun.
- Þingskjal 76 [76. mál] þingmannafrumvarp. Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum.
- Þingskjal 79 [79. mál] þingmannafrumvarp. Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka.
- Þingskjal 81 [81. mál] þingmannatillaga. Vinnuumhverfi sjómanna.
- Þingskjal 83 [83. mál] þingmannatillaga. Endurskoðun viðskiptabanns á Írak.
- Þingskjal 84 [84. mál] þingmannafrumvarp. Náttúruvernd.
- Þingskjal 91 [91. mál] þingmannatillaga. Flutningur ríkisstofnana.
- Þingskjal 92 [92. mál] þingmannatillaga. Hvalveiðar.
- Þingskjal 97 [97. mál] þingmannatillaga. Dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd.
- Þingskjal 100 [100. mál] þingmannatillaga. Framleiðsla íslenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar.
- Þingskjal 111 [111. mál] þingmannafrumvarp. Landgræðsla.
- Þingskjal 124 [124. mál] þingmannatillaga. Uppsögn af hálfu atvinnurekanda.
- Þingskjal 197 [181. mál] þingmannafrumvarp. Orka fallvatna og nýting hennar.
- Þingskjal 241 [218. mál] þingmannatillaga. Aðskilnaður rannsóknastofnana, hagsmunasamtaka og ríkisvalds.
- Þingskjal 257 [230. mál] stjórnartillaga. Stefna í byggðamálum fyrir árin 1998–2001.
- Þingskjal 279 [247. mál] þingmannatillaga. Arðsemismat.
- Þingskjal 299 [261. mál] þingmannafrumvarp. Réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum.
- Þingskjal 304 [266. mál] þingmannatillaga. Bætt réttarstaða barna.
- Þingskjal 369 [309. mál] þingmannafrumvarp. Búfjárhald, forðagæsla o.fl.
- Þingskjal 418 [173. mál] stöðuskjal. Fjáraukalög 1998.
- Þingskjal 484 [1. mál] stöðuskjal. Fjárlög 1999.
- Þingskjal 596 [321. mál] nefndarálit. Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999.
- Þingskjal 630 [173. mál] lög. Fjáraukalög 1998.
- Þingskjal 631 [1. mál] lög. Fjárlög 1999.
- Þingskjal 756 [458. mál] þingmannatillaga. Tilraunaveiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum.
- Þingskjal 796 [486. mál] þingmannafrumvarp. Lágmarkslaun.
- Þingskjal 837 [82. mál] skýrsla. Mat á umhverfis áhrifum af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði.
- Þingskjal 906 [560. mál] stjórnarfrumvarp. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
- Þingskjal 907 [414. mál] nefndarálit. Alþjóðleg viðskiptafélög.
- Þingskjal 946 [576. mál] stjórnarfrumvarp. Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.
- Þingskjal 1132 [606. má] þingmannatillaga. Sýslur.
- Þingskjal 1177 [41. mál] nefndarálit. Undirritun Kyoto-bókunarinnar.