Stytt þingsjöl 128. þings, 2002–2003
Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.
Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.
Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.
Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð.
SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 128. löggjafarþingi 2002–2003.
- Þingskjal 8 [8. mál] þingmannafrumvarp. Viðskiptabankar og sparisjóðir.
- Þingskjal 11 [11. mál] þingmannatillaga. Aðgerðir til verndar rjúpnastofninum.
- Þingskjal 18 [18. mál] þingmannatillaga. Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni.
- Þingskjal 21 [21. mál] þingmannafrumvarp. Ábyrgðarmenn.
- Þingskjal 30 [30. mál] þingmannatillaga. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
- Þingskjal 32 [32. mál] þingmannatillaga. Verðmyndun á innfluttu sementi.
- Þingskjal 44 [44. mál] þingmannafrumvarp. Barnalög.
- Þingskjal 46 [46. mál] þingmannatillaga. Breiðbandsvæðing landsins.
- Þingskjal 55 [55. mál] þingmannatillaga. Verndun búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi.
- Þingskjal 118 [118. mál] þingmannafrumvarp. Almannatryggingar.
- Þingskjal 193 [192. mál] þingmannatillaga. Aðlögunarstuðningur við lífrænan landbúnað.
- Þingskjal 194 [193. mál] þingmannatillaga. Verndun íslensku mjólkurkýrinnar.
- Þingskjal 199 [196. mál] þingmannatillaga. Úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum.
- Þingskjal 217 [214. mál] þingmannatillaga. Sýslur.
- Þingskjal 270 [259. mál] þingmannatillaga. Hálendisþjóðgarður.
- Þingskjal 338 [313. mál] þingmannafrumvarp. Lágmarkslaun.
- Þingskjal 420 [374. mál] þingmannatillaga. Notkun hagrænna stjórntækja við umhverfisvernd.
- Þingskjal 474 [1. mál] nefndarálit. Fjárlög 2003.
- Þingskjal 490 [66. mál] stöðuskjal. Fjáraukalög 2002.
- Þingskjal 493 [1. mál] stöðuskjal. Fjárlög 2003.
- Þingskjal 574 [1. mál] framhaldsnefndarálit. Fjárlög 2003.
- Þingskjal 575 [1. mál] framhaldsnefndarálit. Fjárlög 2003.
- Þingskjal 607 [66. mál] lög. Fjáraukalög 2002.
- Þingskjal 608 [1. mál] lög. Fjárlög 2003.
- Þingskjal 635 [215. mál] nefndarálit. Fjármálafyrirtæki.
- Þingskjal 637 [324. mál] nefndarálit. Tekjuskattur og eignarskattur.
- Þingskjal 798 [486. mál] þingmannatillaga. Aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis.
- Þingskjal 917 [157. mál] nefndarálit. Skráning skipa.
- Þingskjal 1008 [509. mál] nefndarálit. Álverksmiðja í Reyðarfirði.
- Þingskjal 1221 [469. mál] nefndarálit. Samgönguáætlun fyrir árin 2003–2014.
- Þingskjal 1264 [670. mál] nefndarálit. Raforkuver.
- Þingskjal 1280 [670. mál] nefndarálit. Raforkuver.
- Þingskjal 1294 [648. mál] nefndarálit. Stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins.
- Þingskjal 1306 [422. mál] nefndarálit. Vatnsveitur sveitarfélaga
- Þingskjal 1309 [462. mál] nefndarálit. Raforkulög.
- Þingskjal 1342 [661. mál] nefndarálit. Hafnalög.