Stytt þingskjöl 134. þings, 2007
Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.
Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.
Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.
Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð.
SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 134. löggjafarþingi 2007:
- Þingskjal 4 [4. mál] þingmannafrumvarp — Brottfall vatnalaga.
- Þingskjal 7 [7. mál] stjórnarfrumvarp — Verðbréfaviðskipti.
- Þingskjal 8 [8. mál] stjórnarfrumvarp — Kauphallir.
- Þingskjal 9 [9. mál] stjórnarfrumvarp — Fjármálafyrirtæki o.fl.
- Þingskjal 26 [1. mál] nefndarálit — Stjórnarráð Íslands.