Stytt þingskjöl 136. þings, 2008–2009
Á tuttugu þingum frá 116. þingi (1992–1993) til 136. þings (2008–2009) var sparnaðarkrafa gerð á skrifstofu Alþingis, sem m.a. var mætt þannig að dregið var úr kostnaði við útgáfu Alþingistíðinda með því að draga úr umfangi prentaðra þingskjala í skjalahefti Alþingistíðinda. Þingskjöl, sem útbýtt var í þingsal, voru prentuð með öllum fylgiskjölum en þegar kom að því að prenta skjalahefti voru mörg þingskjalanna stytt, þ.e. fylgiskjöl og greinargerðir voru ekki endilega prentaðar með.
Útbúinn var listi eftir hvert þing þar sem skilmerkilega var gerð grein fyrir hvaða þingskjöl voru stytt. Þessu vinnulagi var svo sjálfhætt þegar hætt var að prenta Alþingistíðindi og þau gefin út rafrænt.
Hér á eftir er að finna þingskjölin af lista hvers þings yfir stytt þingskjöl og er búið að skanna þau inn í heild.
Þingskjölunum er raðað eftir þingskjalaröð.
SKRÁ YFIR STYTT ÞINGSKJÖL á 136. löggjafarþingi 2008–2009.
- Þingskjal 8 [8. mál] þingmannatillaga. Hreyfiseðlar í heilbrigðiskerfinu.
- Þingskjal 13 [13. mál] þingmannatillaga. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
- Þingskjal 18 [18. mál] þingmannatillaga. Málsvari fyrir aldraðra.
- Þingskjal 24 [24. mál] þingmannatillaga. Stofnun barnamenningarhúss.
- Þingskjal 29 [29. mál] þingmannatillaga. Losun brennisteinsvetnis af manna völdum í andrúmslofti.
- Þingskjal 34 [34. mál] þingmannatillaga. Friðlýsing vatnasviðs Skjálfandafljóts.
- Þingskjal 36 [36. mál] þingmannafrumvarp. Stéttarfélög og vinnudeilur.
- Þingskjal 37 [37. mál] þingmannafrumvarp. Sala áfengis og tóbaks.
- Þingskjal 39 [39. mál] þingmannatillaga. Strandsiglingar.
- Þingskjal 44 [44. mál] þingmannafrumvarp. Almenningssamgöngur.
- Þingskjal 47 [47. mál] þingmannafrumvarp. Áfengislög.
- Þingskjal 54 [54. mál] þingmannafrumvarp. Áfengislög.
- Þingskjal 66 [66. mál] þingmannatillaga. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu.
- Þingskjal 92 [87. mál] þingmannatillaga. Bætt hljóðvist í kennsluhúsnæði.
- Þingskjal 96 [90. mál] þingmannafrumvarp. Fjármálafyrirtæki.
- Þingskjal 118 [110. mál] þingmannatillaga. Framleiðsla köfnunarefnisáburðar.
- Þingskjal 141 [128. mál] þingmannafrumvarp. Tímabundnar ráðstafanir í þágu einstaklinga.
- Þingskjal 163 [146. mál] þingmannafrumvarp. Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja.
- Þingskjal 183 [157. mál] þingmannafrumvarp. Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.
- Þingskjal 260 [177. mál] nefndarálit. Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu.
- Þingskjal 265 [161. mál] nefndarálit. Fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
- Þingskjal 405 [243. mál] nefndarálit. Ráðstafanir í ríkisfjármálum.
- Þingskjal 440 [1. mál] framhaldsnefndarálit. Fjárlög 2009.
- Þingskjal 483 [267. mál] þingmannafrumvarp. Virðisaukaskattur.
- Þingskjal 616 [364. mál] þingmannatillaga. Staða minni hluthafa í hlutafélögum.
- Þingskjal 622 [368. mál] þingmannafrumvarp. Kosningar til Alþingis.
- Þingskjal 876 [463. mál] þingmannatillaga. Dýrafjarðargöng og nýr vegur um Dynjandisheiði.
- Þingskjal 884 [394. mál] nefndarálit. Heimild til samninga um álver í Helguvík.
- Þingskjal 910 [394. mál] nefndarálit. Heimild til samninga um álver í Helguvík.